Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 11. júní 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba: Aldrei hissa þegar ég er tekinn útaf
Paul Pogba og Didier Deschamps tókust í hendur þegar þeim fyrrnefnda var skipt útaf.
Paul Pogba og Didier Deschamps tókust í hendur þegar þeim fyrrnefnda var skipt útaf.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var í byrjunarliði Frakka sem hafði betur í opnunarleik EM gegn Rúmeníu í gær.

Dimitri Payet skoraði sigurmark Frakka á 89. mínútu með afar glæsilegu skoti frá vítateigsboganum.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við skoruðum glæsilegt mark rétt fyrir leikslok og erum mjög ánægðir með sigurinn," sagði Pogba að leikslokum.

Pogba var skipt af velli á 77. mínútu fyrir Anthony Martial en miðjumaðurinn segir að skiptingin hafi ekki komið sér á óvart.

„Þeir ellefu sem byrja inná vellinum enda hann sjaldnast allir saman, skiptingar skipta miklu máli og ég er aldrei hissa þegar ég er tekinn útaf.

„Við áttum góðan leik og varamennirnir sem komu inná gerðu mjög vel og gáfu liðinu þá orku sem þurfti til að vinna."

Athugasemdir
banner
banner