
Ragnar Sigurðsson, miðvörður landsliðsins, var brattur þegar Fótbolti.net spjallaði við hann á hóteli liðsins í Annecy.
Hann er sáttur við dvölina í Annecy, hingað til.
Hann er sáttur við dvölina í Annecy, hingað til.
„Mjög gott, þetta er rosa flott hótel og við erum búnir að fá gott veður. Það er allt til alls hérna."
Ísland spilar á móti Portúgal á þriðjudag í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Leikurinn legst vel Ragnar.
„Bara vel, þetta er eins og hver annar leikur nema Portúgalar eru mjög sterkir en við höfum spilað við sterkar þjóðir áður og unnið þær."
Við spurður Ragnar sérstaklega út í Cristiano Ronaldo.
„Hann er rosalega sterkur og fljótur. Hann er fyrst og fremst mjög sterkur inni í boxinu. Ég hef aldrei tapað skallaeinvígi við Ronaldo en hann hefur skorað í tveim leikjum sem ég hef spilað á móti honum"
Athugasemdir