Ray Parlour, 43 ára, er knattspyrnusérfræðingur hjá BBC og Talksport en hann á farsælan feril að baki í enska boltanum.
Parlour lék fyrir Arsenal í tólf ár áður en hann fór til Middlesbrough og svo að lokum til Hull City þar sem hann lagði skóna á hilluna 34 ára gamall.
Parlour lék fyrir Arsenal í tólf ár áður en hann fór til Middlesbrough og svo að lokum til Hull City þar sem hann lagði skóna á hilluna 34 ára gamall.
Arsenal er að reyna að kaupa Jamie Vardy, sóknarmann Leicester, og segir Parlour að allt bendi til þess að leikmaðurinn hafi hafnað samningstilboðinu frá Arsenal.
Arsenal virkjaði samningsákvæði sem gerði félaginu kleift að kaupa hann fyrir 20 milljónir punda.
„Ég var í höfuðstöðvunum um daginn og það var allt á ferð og flugi. Myndatökumenn og aðrir voru fengnir til að bruna í höfuðstöðvarnar," sagði Parlour.
„Það var læknisskoðun í gangi en nú er útlit fyrir að Vardy hafi hugsað sig betur um og hætt við, því annars væri líklegast búið að tilkynna félagsskiptin."
Athugasemdir