
Íslenska landsliðið verður í hvítum varbúningi í fyrsta leik á EM gegn Portúgal á þriðjudaginn.
Portúgal er skráð heimalið í leiknum og Ísland þarf að leika í hvítu þar sem aðalbúningar beggja þjóða eru með rauðu í og þykja of líkir.
Portúgal er skráð heimalið í leiknum og Ísland þarf að leika í hvítu þar sem aðalbúningar beggja þjóða eru með rauðu í og þykja of líkir.
„Við verðum hvítir á móti Portúgal og svo bláir í næstu tveimur leikjum. Það er allt ákveðið fyrirfram," sagði Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, liðsstjóri landsliðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.
Íslenska liðið hefur lítið spilað í varabúningum undanfarin ár en liðið var í hvítu gegn Danmörku í vináttuleik í mars.
„Það er ekkert mál að vinna í hvítu eins og í bláu," sagði Siggi Dúlla.
Hér til hliðar má sjá búninginn sem Ísland spilar í gegn Portúgal á þriðjudaginn.
Eins og sjá má eru treyjurnar sérmerktar fyrir hvern leik með þjóðfánum þjóðanna og texta.
Athugasemdir