Hingað til Annecy eru mættir tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum sem munu vera með strákunum okkar í landsliðinu út Evrópumótið.
Sjálfboðaliðarnir mættu á æfingu liðsins í dag og byrjuðu á því að spjalla við landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.
Enn bætist því í hópinn sem er kringum íslenska liðið.
Þegar þetta er skrifað stendur æfing Íslands yfir en fyrsti leikur er gegn Portúgal á þriðjudag.
Fótbolti.net birtir fjölbreytt efni tengt íslenska liðinu í dag.
Ert þú á EM-flakki um Frakkland?
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 10, 2016
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir myndir og annað efni! pic.twitter.com/BqSlsy0eGV
Athugasemdir