Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   lau 11. júní 2016 15:43
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Strangur Tyrki dæmir fyrsta leik Íslands á stórmóti
Icelandair
Tyrkinn Cuneyt Cakir dæmir fyrsta leik íslenska landsliðsins á stórmóti. Hann mun halda á flautunni í leik Íslands og Portúgal á þriðjudaginn.

Cakir kallar ekki allt ömmu sína og er þekktur fyrir að vera strangur. Hann dæmdi úrslitaleik Juventus og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra.

Cakir er 39 ára og hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2006.

Aðstoðardómararnir og sprotadómararnir eru einnig frá Tyrklandi en Carlos Del Cerro frá Spáni er fjórði dómari, mun halda á skiltinu.

Cakir er einn af þeim átta dómurum sem Fótbolti.net telur að gæti dæmt úrslitaleikinn eins og fram kom í úttekt sem birtist í gær.
Athugasemdir
banner