Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 11. júní 2016 08:48
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Evening Post 
Swansea að hefja viðræður við Gylfa um samning
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í gær.
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
South Wales Evening Post segir frá því í dag að Swansea City sé að hefja viðræður við Gylfa Þór Sigurðsson um nýjan langtíma samning við félagið.

Gylfi á enn tvö ár eftir af núverandi samningi sem hann gerði við félagið þegar hann kom aftur frá Tottenham.

Hann hefur staðið sig frábærlega og félagið vill festa hann hjá sé rmeð því að bjóða nýjan samning nú þegar.

Hann átti frábært tímabil með liðinu og skoraði 11 mörk á tímabilinu. Orðrómur hefur verið uppi um að Englandsmeistarar Leicester vilji kaupa hann á 15 milljónir punda í sumar en Swansea vill halda í hann.

„Á næstu vikum munum við eiga viðræður við umboðsmann Gylfa," sagði Huw Jenkins formaður félagsins við Evening Post. „Við munum ræða um hvað leikmaðurinn hefur í huga og ræðum framtíð hans með okkur."

Gylfi er sem stendur með íslenska landsliðinu í Annecy í Frakklandi í undirbúningi fyrir fyrsta leik í Evrópumótinu gegn Portúgal á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner