Evrópumótið í Frakklandi fór af stað með látum í gær þegar Frakkar höfðu betur gegn Rúmenum í fjörugum opnunarleik.
Guardian ákvað að því tilefni að henda saman úrvalsliði leikmanna sem náðu ekki að heilla stuðningsmenn enska boltans, en fara þó á EM.
Í liðinu má sjá nöfn sem flestir ættu að kannast við, en til dæmis má nefna þá Wojciech Szczesny, Jerome Boateng og Kim Kallström.
Wojciech Szczesny (Pólland)
Fyrrum aðalmarkvörður Arsenal og lék 180 leiki fyrir félagið í enska boltanum. Hann gerði hins vegar of mörg mistök og var lánaður til Roma þegar Petr Cech var fenginn til Arsenal.
David Limbersky (Tékkland)
Kom til Tottenham árið 2005 með Emil Hallfreðssyni og fleiri leikmönnum. Náði aldrei að sanna sig hjá Tottenham, en hefur blómstrað síðan hann gekk í raðir Viktoria Plzen í heimalandinu og er einn fyrsti maður á blað hjá Tékkum.
Jerome Boateng (Þýskaland)
Einn besti miðvörður heims í dag, en hjá Man. City náði hann ekki að sýna sitt rétta andlit. Fór til Bayern München þar sem hann hefur bætt sig ótrúlega.
Vlad Chiriches (Rúmenía)
Annar leikmaður Tottenham á þessum lista, en félagið vann víst kapphlaup við Barcelona um Chiriches. Hann er fyrirliði Rúmena og leikur í dag með Napoli.
Mikel San Jose (Spánn)
Margir sem kannast ekki við þennan leikmann, en hann lék með vararliði Liverpool á sínum tíma. Fór síðan til Athletic Bilbao og er nú kominn í spænska landsliðið.
Kim Kallström (Svíþjóð)
Hvað var Arsene Wenger að hugsa þegar hann Kallström á láni í janúar 2014? Flestir miðjumenn Arsenal voru meiddir og Wenger ákvað því að fá Kallström til að leysa þau vandamál. Kallström meiddist þó líka og gerði lítið í þessari stuttu dvöl sinni hjá Arsenal.
Emanuele Giaccherini (Ítalía)
Ekki fyrsti Ítalinn sem finnur sig ekki í enska boltanum. Sunderland keypti hann fyrir háa fjárhæð, en hann náði aldrei að finna traustið eftir að Paolo Di Canio var látinn taka pokann sinn.
Nuri Sahin (Tyrkland)
Var talinn einn mest spennandi miðjumaður heims þegar Liverpool fékk hann á láni frá Real Madrid. Hann og Brenand Rodgers náðu ekki vel saman og hann endaði aftur hjá Dortmund þar sem hann leikur í dag.
Nikola Kalinic (Króatía)
Kalinic lék með Blackburn fyrir nokkrum árum, en sú dvöl einkenndist af vandræðum. Hann fór eftir það til Ítalíu til þess að leika með Fiorentina og þar hefur hann slegið í gegn.
John Guidetti (Svíþjóð)
Gekk til liðs við Man. City aðeins 15 ára gamall. Komst ekki í byrjunarliðið hjá City þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum með Fayenoord á láni. Hann leikur í dag með Celta Vigo á Spáni og er vel liðinn þar.
Eder (Portúgal)
Verður hann í byrjunarliði Portúgal. Var liðsfélagi Gylfa Þórs hjá Swansea á nýliðnu tímabili, en náði ekki að skora mark. Var lánaður til Lille og síðan keyptur þangað á dögunum.
Athugasemdir