Listinn yfir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem eru samningslausir eftir tímabilið er langur og má finna nokkra spennandi bita þar.
Nick Powell og Victor Valdes yfirgefa Manchester United frítt, Tomas Rosicky og Mathieu Flamini eru farnir frá Arsenal og þá fara Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, og Kolo Toure, varnarmaður Liverpool, einnig frítt.
Nick Powell og Victor Valdes yfirgefa Manchester United frítt, Tomas Rosicky og Mathieu Flamini eru farnir frá Arsenal og þá fara Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, og Kolo Toure, varnarmaður Liverpool, einnig frítt.
Mikel Arteta yfirgefur Arsenal ásamt Rosicky og Flamini, en spænski miðjumaðurinn er búinn að leggja skóna á hilluna.
Charles N'Zogbia og Kieran Richardson eru farnir frítt frá Aston Villa, ítalski markvörðurinn Marco Amelia yfirgefur Chelsea og þá er Emmanuel Adebayor einnig samningslaus eftir misheppnaða mánuði hjá Crystal Palace. Marouane Chamakh fer einnig frítt frá Palace, en hann á það sameiginlegt með Adebayor að hafa verið byrjunarliðsmaður í liði Arsenal um skeið.
Auk þeirra fer Brede Hangeland frítt frá Palace, en Steven Pienaar, Leon Osman og Tony Hibbert eru allir samningslausir eftir mörg ár hjá Everton.
Paul Konchesky og Mark Schwarzer eru ekki lengur leikmenn Leicester og þá eru Kelvin Davis og Gaston Ramirez hættir hjá Southampton.
Peter Odemwingie og Steve Sidwell voru látnir lausir frá Stoke á meðan Sunderland er búið að losa sig við Steven Fletcher, Danny Graham og Wes Brown. Sóknarmennirnir Fletcher og Graham kostuðu Sunderland samtals 17 milljónir punda á sínum tíma.
Þá eru Victor Anichebe og Stephane Sessegnon farnir frá West Brom.
Athugasemdir