Algengasta spurningin sem þeir sem eru að byrja að fylgjast með fótbolta bera fram er 'Hvernig virkar rangstöðureglan?' Eðlileg spurning en alltaf jafn erfitt að útskýra hana fyrir fólki sem fylgist ekki með.
Nú þegar Evrópumótið í Frakklandi er hafið er ljóst að marga vantar að vita svarið við þessari spurningu og myndbandið hér að ofan er myndbandið sem þú þarft að senda áfram á fjölmarga vini og vinkonur til að þau skilji út á hvað þetta gengur.
Víðir Reynisson öryggisfulltrúi landsliðsins í Annecy hefur í dag nýjan lið hér á Fótbolta þar sem hann útskýrir hinar ýmsu hliðar fótboltans.
Í dag útskýrir hann rangstöðuregluna á hátt sem aldrei hefur verið gert áður. Hvað gerist þegar það er löng röð í búð eftir eina skóparinu sem er eftir, og fyrstu tvær konurnar eru ekki með veskið sitt? Svarið má sjá hér að ofan og sjón er sögu ríkari.
Sendu okkur póst á [email protected] ef þú vilt útskýringar frá Víði á einhverju öðru á meðan mótinu stendur.
Athugasemdir