Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, var spurður út í samlanda sinn Paul Pogba.
Zidane sagðist hafa miklar mætur á Pogba og benti á að öll stærstu félögin hafa áhuga á honum.
Zidane sagðist hafa miklar mætur á Pogba og benti á að öll stærstu félögin hafa áhuga á honum.
„Pogba? Allir vilja fá Pogba í sitt lið því hann er mjög hæfileikaríkur," sagði Zidane við fréttamenn.
„Hann er leikmaður Juventus og því er ekkert hægt að gera fyrr en félagið samþykkir tilboð."
Zidane tjáði sig svo um atvikið fræga á HM 2006 þegar hann skallaði Marco Materazzi, varnarmann Ítalíu, í bringuna í úrslitaleiknum og fékk rautt spjald fyrir vikið.
„Leikmaður á ekki að svara neinni ögrun á vellinum, það verður að hafa sjálfsstjórn. Ég viðurkenni það að ég er ekki stoltur af því sem ég gerði í úrslitaleiknum 2006."
Athugasemdir