Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. júní 2017 21:57
Magnús Már Einarsson
Aron fékk treyju Modric - Ætlaði ekki að gera sömu mistök
Icelandair
Aron búinn að skipta á treyju eftir leik.
Aron búinn að skipta á treyju eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spilaði einn af sínum betri landsleikjum frá upphafi í 1-0 sigrinum á Króatíu í kvöld.

Aron var valinn maður leiksins en hann var frábær á miðjunni þar sem hann hélt Luka Modric í skefjum allan leikinn.

Eftir leik skipti Aron á treyju við Modric.

„Mér finnst hann vera toppleikmaður," sagði Aron.

„Það kom mér á óvart að enginn var búinn að skipta um treyju við hann. Ég ætlaði ekki að gera sama klúður og hlaupa upp að honum."

Aron rifjaði þar upp þegar hann ætlaði að skipta á treyju við Cristiano Ronaldo á EM í fyrra.

Aron hljóp upp að Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgal en Ronaldo hafði lítinn áhuga á að skipta um treyju þá. Aron fékk hins vegar treyjuna frá Modric eftir leikinn í kvöld.

Hér að neðan má sjá viðtal við Aron eftir leik.
Aron: Vorum í 4. sæti á 89. mínútu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner