Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   sun 11. júní 2017 20:37
Fótbolti.net
Einkunnir Tryggva: Aron maður leiksins
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var öflugur í vörninni.
Kári Árnason var öflugur í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann glæsilegan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, gaf leikmönnum einkunnir fyrir leikinn og þær má sjá hér að neðan.



Hannes Þór Halldórsson 7
Króatar áttu eitt skot á markið og það varði hann mjög vel. Ein og ein slök spyrna.

Birkir Már Sævarsson 6
Hefur átt betri sendinga daga.

Kári Árnason 8
Sóknarmenn Króata áttu ekki roð í Kára. Vann nær öll einvígi sín.

Ragnar Sigurðsson 8 ('90)
Jafn öflugur og Kári. Enn einn stórleikurinn hjá miðvarðaparinu okkar.

Hörður Björgvin Magnússon 8
Greip tækifærið vel. Var öflugur varnarlega og skoraði sigurmarkið.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Mjög öflugur í byrjun en dró svo af honum. Vildi stundum óska þess að hann notaði hægri fótinn og sóknir okkar myndu klárast á fyrsta tempói. Skilar samt bolta vel frá sér.

Aron Einar Gunnarsson 9 - Maður leiksins
Fór fyrir sínum mönnum í dag. Lét stórstjörnur Króata hverfa á Laugardalsvellinum. Öflugri en oft áður í sendingum.

Emil Hallfreðsson 7
Of hikandi og ragur sóknarlega. Fær plús fyrir góða varnarvinnu. Var heppinn að sleppa spjaldalaus frá leiknum.

Birkir Bjarnason 7 ('81)
Oft verið meira áberandi enda leikformið lítið.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Kannski er maður orðinn kröfuharður á stórstjörnuna okkar en mér fannst hann missa boltann óvenju oft. Gat ekki stjórnað spilinu jafn vel í fremstu víglínu og á miðjunni. Kemur þó engum á óvart að hann lagði upp markið.

Alfreð Finnbogason 7 ('77)
Duglegur og lét Króatana vinna fyrir kaupinu sínu.

Varamenn:

Björn Bergmann Sigurðarson ('77)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Rúrik Gíslason ('81)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Sverrir Ingi Ingason ('90)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner