Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. júní 2017 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric: Verð að hrósa Íslandi
Icelandair
Modric í leiknum í kvöld.
Modric í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric, fyrirliði og helsta stjarna Króatíu, átti ekki alveg sinn besta dag þegar Króatía tapaði gegn Íslandi í kvöld.

Eina mark leiksins gerði Hörður Björgvin Magnússon undir lokin.

Modric var niðurlútur þegar hann ræddi við Vísi.is eftir tapið í kvöld.

„Mér fannst við vera slakir í dag. Það er erfitt að útskýra af hverju við töpuðum leiknum. Við spiluðum ekki eins og við eigum að gera, við áttum líklega skilið að tapa," sagði Modric.

Hann segir að það beri að hrósa íslenska liðinu.

„Þeir spila alltaf svipað og þeir gerðu það líka í dag. Ég verð að hrósa Íslandi, þó svo að ég geti ekki sagt að þeir hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Þeir skoruðu samt markið og unnu leikinn."

„Ég vil ekki koma með neinar afsakanir. Við töpuðum bara leiknum og nú þurfum við að endurstilla okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner