sun 11. júní 2017 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útlitið gott fyrir Ísland - Þetta eru næstu leikir
Ísland fer í umspil eins og staðan er núna
Icelandair
Nær Ísland að komast til Rússlands næsta sumar?
Nær Ísland að komast til Rússlands næsta sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útlitið er nokkuð bjart fyrir Ísland í undankeppni HM eftir 1-0 sigur á Króatíu í undankeppninni á fallegu sumarkvöldi í Laugardalnum í kvöld. Kvöldin gerast ekki mikið fallegri en þetta!

Sigurmarkið skoraði Hörður Björgvin Magnússon þegar lítið var eftir, en þetta mark gæti reynst gríðarlega mikilvægt.

Ísland var á tímapunkti í fjórða sæti I-riðils í kvöld, alveg þangað til Hörður tók upp á því að skora, en þá hoppuðum við upp.

Við komumst upp að hlið Króata í fyrsta sæti riðilsins, en það er mikil spenna framundan, eftir sumarið. Ísland og Króatía hafa 13 stig og þar á eftir eru Tyrkland og Úkraína með 11 stig.

Ísland á eftir að leika gegn Úkraínu á heimavelli og Tyrklandi á útivelli eftir sumarið, en nú eru allir leikir úrslitaleikir.

Fyrsta sætið í riðlinum fer beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi, en annað sætið gæti átt möguleika á því að fara í umspil. Átta lið af níu fara í umspil, en eins og staðan er núna er Ísland í umspilssæti.

Ísland er með fjórða besta árangurinn af þeim liðum sem eru í öðru sæti í riðlunum níu. Úrslitin gegn öllum nema liðunum í neðsta sæti eru tekin inn í jöfnuna, og því telur sigur Íslands gegn Kosóvó ekki.

Ísland er því með tíu stig í þessari töflu yfir liðin sem eru í öðru sæti, rétt eins og Ítalía, Norður-Írland og Frakkland.

Hér að neðan má sjá leikina sem Ísland á eftir í riðlinum, stöðuna í riðlinum og lista yfir liðin sem eru í öðru sæti.

Staðan í riðli Íslands:
1. Króatía - 13 stig, +9
2. Ísland - 13 stig, +3
3. Tyrkland - 11 stig, +5
4. Úkraína - 11 stig, +4
5. Finnland - 1 stig, -6
6. Kosóvó - 1 stig, -15

Leikirnir sem Ísland á eftir:
Laugardagurinn 2. sept - Finnland - Ísland
Þriðjudaginn 5. sept - Ísland - Úkraína
Föstudaginn 6. október - Tyrkland - Ísland
Mánudaginn 9. október - Ísland - Kosóvó



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner