Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 11. júní 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már fékk frí í vinnu fyrir HM - Nær hann að salta Messi?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson er líklega eini leikmaðurinn á HM sem þurfti að fá sumarfrí í vinnu utan fótboltans til að taka þátt á mótinu í Rússlandi. Birkir samdi í vetur við uppeldisfélag sitt Val en samhliða því vinnur hann hjá Saltverk þar sem hann starfar við dreifingu á salti.

„Ég fékk frí," sagði Birkir léttur í bragði við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Ég sagði þeim þegar ég sótti um að ég yrði sennilega í burtu allan júní mánuð. Það var tekið vel í það og ég fékk vinnuna. Þetta eru allt fótboltaáhugamenn og þeir voru bara ánægðir með þetta."

„Ég kann vel við mig í þessu starfi. Þetta er lítill vinnustaður og engin erfiðis vinna. Það var fínt að komast út úr húsi og hafa eitthvað að gera. Ég var búinn að vera að bora í nefið á mér heima í þrjá mánuði og það var frábært að komast út."

Birkir fær verðugt verkefni á laugardaginn þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM. Spurning er hvort hann nái að salta Lionel Messi þar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner