Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 11. júní 2018 08:45
Magnús Már Einarsson
Hannes: Beið með að sparka af fullum krafti
5 dagar í Ísland-Argentína
Icelandair
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson segist vera 100% klár í slaginn fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn. Hannes meiddist á nára í leik með Randers undir lok síðasta mánaðar en hann sneri aftur í vináttuleiknum gegn Gana á fimmtudaginn.

„Ég komst 100% í gegnum hann. Það var test á nárann í þessum leik. Ég sparkaði ekki af fullum kraft þar, ég ákvað að bíða með það þangað til hér í Rússlandi. Ég fann ekki neitt á æfingunni í gær og ég er í góðum málum," sagði Hannes fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, sagði eftir æfingu í gær að það hefði verið eins og markmennirnir væru með bakpoka með einhverjum steinum í byrjun á æfingu í gær. Hannes ræddi við markmannshópinn í kjölfarið og léttara var yfir mönnum eftir það.

„Þetta var svolítið þrúgandi andrúmsloft og það hefur aðeins vantað léttleikann á markmannsæfingarnar upp á síðkastið. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað stress í mönnum eða hvað. Ég sagði nokkur orð og það var ágætt. Núna eru menn brosandi og það er stemning í mannskapnum. Það er það sem þarf til að menn nái sínu besta fram."

„Markmannsæfingar geta verið það skemmtilegasta sem maður gerir, ég tala nú ekki um við svona aðstæður. Maður á að njóta þess og ekki taka hlutunum of alvarlega. Við eigum að standa saman í því sem við erum að gera og reyna að skapa smá stemningu á æfingu. Ég hef átt í mjög góðu sambandi við markmenn liðsins hingað til og það verður þannig líka núna. Þetta eru allt toppmenn og okkur líkar vel við hvern annan."


Hannes segist finna fyrir þvi að Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram eru að setja pressu á markmannsstöðuna.

„Þeir eru báðir frábærir markmenn sem hafa ýmislegt sem að mig hefur kannski skort í mínum stíl. Við erum ólíkir. Maður finnur að það er pressa og samkeppni. Rúnar Alex er búinn að standa sig frábærlega með Nordsjælland sem er miklu ofar en við í dönsku deildinni. Maður finnur að hann er hungraður og Frederik er það líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner