Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 11. júlí 2014 20:01
Jóhann Ingi Hafþórsson
1. deild: KA upp í fjórða sæti eftir sigur á Selfossi
KA menn eru á fínni siglingu í 1. deildinni.
KA menn eru á fínni siglingu í 1. deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 2 - 0 Selfoss
1-0 Arsenij Buinickij ('34)
2-0 Arsenij Buinickij ('35)

KA og Selfoss mættust á Akureyri í kvöld og sigruðu norðanmenn með tveimur mörkum gegn engu.

Litháinn Arsenij Buinickij skoraði bæði mörk KA á aðeins tveimur mínútum í fyrri hálfleik. Ævar Ingi Jóhannesson lagði upp það fyrra. Í seinni hálfleik var KA líklegra til að bæta við en Selfoss að minnka muninn.

Með sigrinum skellti KA sér í fjórða sætið en liðið hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum eftir erfiða byrjun.

Selfoss situr sem stendur í 9. sæti og hafa þeir nú tapað tveimur leikjum í röð.

Byrjunarlið KA:
23 Srdjan Rajkovic (m)
2 Baldvin Ólafsson
5 Karstern Vien Smith
6 Atli Sveinn Þórarinsson (f)
7 Hallgrímur Mar Steingrímsson
8 Hrannar Björn Steingrímsson
10 Arsenij Buinickij
11 Jóhann Helgason
16 Davíð Rúnar Bjarnason
17 Ævar Ingi Jóhannesson
19 Stefán Þór Pálsson

Byrjunarlið Selfoss:
18 Vignir Jóhannesson (M)
3 Bjarki Már Benediktsson
4 Andrew James Pew (f)
6 Einar Ottó Antonsson
7 Svavar Berg Jóhannsson
8 Ingvi Rafn Óskarsson
11 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
12 Magnús Ingi Einarsson
13 Bjarki Aðalsteinsson
17 Haukur Ingi Gunnarsson
19 Luka Jagacic
Athugasemdir
banner
banner