„Að setja boltann í netið, það var númer 1,2,3 og 4 og svo að koma í veg fyrir þetta mark sem við fáum á okkur," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks um það sem klikkaði í leik sinna manna í 1-0 tapi gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 ÍA
Nú er tæpur mánuður liðinn síðan Breiðablik vann síðast leik og datt liðið úr Evrópudeildinni og bikarnum hér heima með stuttu millibili.
„Ég hef séð skemmtilegri tíma og ég er viss um að leikmennirnir hafa séð skemmtilegri tíma. Það leiðinlegasta sem þú gerir er að tapa knattspyrnuleikjum og tala nú ekki um þegar menn eru klaufar. Við höfum verið sjálfum okkar verstir."
Breiðablik hefur gengið illa að skora í sumar en Árni Vilhjálmsson er á leiðinni til félagsins. Arnar segir hann líklegan til að gera betur en framherjar hans gerðu í dag.
„Það hefði verið gott að hafa hann í liðinu, ég er nokkuð viss um að hann hefði nýtt eitthvað þarna."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir