Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 11. júlí 2017 13:19
Magnús Már Einarsson
Admir Kubat á leið í Grindavík
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Grindvíkingar eru að fá varnarmanninn Admir Kubat til liðs við sig frá Þrótti Vogum í 3. deildinni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Admir var valinn bestur hjá Víkingi Ólafsvík þegar liðið vann 1. deildina árið 2015.

Admir sleit krossband á undirbúningstímabilinu með Víkingi í fyrra en í vor gekk hann til liðs við Þrótt þar sem hann hefur spilað í 3. deildinni í sumar.

Hinn 28 ára gamli Admir hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu og hann gengur til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á laugardag.

Admir er frá Bosníu Hersegóvínu en hann á meðal annars að hjápla til við að fylla skarð Jóns Ingasonar sem fer úr vörn Grindavíkur í ágúst þegar hann heldur út til Bandaríkjanna í nám.

Grindvíkingar eru jafnir Val á toppi Pepsi-deildarinnar en liðið mætir Fjölni á mánudaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner