Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   þri 11. júlí 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Borgþórs: Ekki einbeitingarleysi, bara lélegur varnarleikur
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega svekktur eftir 2-1 tap gegn Haukum í Inkasso-ástríðunni í kvöld.

Gunnar var alls ekki sáttur með frammistöðuna.

„Hún var mjög slæm, léleg," sagði hann aðspurður út í frammistöðuna. „Við áttum kafla inn á milli, en í heildina var þetta slakur leikur."

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  1 Selfoss

Bæði mörk Hauka komu í upphafi hálfleikja leiksins. Var um einbeitingarleysi að ræða?

„Nei, þetta var bara mjög lélegur varnarleikur. Einbeitingarleysi og ekki einbeitingarleysi; þetta var vel gert hjá Haukum og ekki okkur."

Stefán Ragnar Guðlaugsson, sem var fyrirliði Selfoss-liðsins á síðasta tímabili, er að jafna sig eftir krossbandsslit. Hann var mættur aftur í leikmannahóp liðsins í kvöld.

„Hann er allur að koma til og fer vonandi að fara að fá mínútur bráðum," sagði Gunnar um standið á honum.

Leikmannaglugginn opnar eftir nokkra daga.

„Það er ekkert í plönunum. Eftir svona leiki þá langar manni að stökkva til, en menn eiga góða leiki og stundum slæma."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner