Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega svekktur eftir 2-1 tap gegn Haukum í Inkasso-ástríðunni í kvöld.
Gunnar var alls ekki sáttur með frammistöðuna.
„Hún var mjög slæm, léleg," sagði hann aðspurður út í frammistöðuna. „Við áttum kafla inn á milli, en í heildina var þetta slakur leikur."
Gunnar var alls ekki sáttur með frammistöðuna.
„Hún var mjög slæm, léleg," sagði hann aðspurður út í frammistöðuna. „Við áttum kafla inn á milli, en í heildina var þetta slakur leikur."
Lestu um leikinn: Haukar 2 - 1 Selfoss
Bæði mörk Hauka komu í upphafi hálfleikja leiksins. Var um einbeitingarleysi að ræða?
„Nei, þetta var bara mjög lélegur varnarleikur. Einbeitingarleysi og ekki einbeitingarleysi; þetta var vel gert hjá Haukum og ekki okkur."
Stefán Ragnar Guðlaugsson, sem var fyrirliði Selfoss-liðsins á síðasta tímabili, er að jafna sig eftir krossbandsslit. Hann var mættur aftur í leikmannahóp liðsins í kvöld.
„Hann er allur að koma til og fer vonandi að fara að fá mínútur bráðum," sagði Gunnar um standið á honum.
Leikmannaglugginn opnar eftir nokkra daga.
„Það er ekkert í plönunum. Eftir svona leiki þá langar manni að stökkva til, en menn eiga góða leiki og stundum slæma."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir