Juve hefur áhuga á Sterling - Walker og Cancelo á óskalista Al-Hilal - Úlfarnir með tilboð í Ramsdale
   fim 11. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um markvarðarstöðuna: Eins heilbrigð samkeppni og hún verður
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram hefur verið aðalmarkvörður Vals frá komu sinni til félagsins árið 2022. Það gæti þó verið að breytast þar sem Ögmundur Kristinsson er búinn að semja við félagið og fær leikheimild fyrir næsta deildarleik liðsins.

Frederik er að renna út á samningi og Valsmenn kræktu í Ögmund á dögunum. Frederik verður að öllum líkindum í markinu í næstu tveimur leikjum þar sem Ögmundur er ekki kominn með leikheimild en fróðlegt verður að sjá hvernig staðan verður eftir að hann fær leikheimild.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

Fótbolti.net ræddi við Arnar Grétarsson í gær og hann var spurður út í hvernig væri að ræða við Frederik um framhaldið þar sem hann veit að hann verður ekki áfram með liðinu á næsta tímabili.

„Frederik er algjör fagmaður. Ögmundur er að koma inn, búinn að vera í smá pásu og þarf smá tíma. Frederik er með samning út tímabilið og ég býst við honum 100% í því. Svo fáum við Ögmund inn, erum þá með þrjá markmenn. Það er samkeppni, eins heilbrigð og hún getur verið," sagði þjálfari Vals. Selfyssingurinn Stefán Þór Ágústsson hefur verið varamarkvörður fyrir Frederik það sem af er tímabili.

Hvatningin fyrir Frederik er sú að halda sæti sínu í Valsliðinu.

„Það hlýtur að vera og líka að halda áfram að spila upp á næsta skref. Hann er algjör fagmaður og nú fáum við annan inn. Fyrsta æfinga Ögmunds var í dag og hann lítur mjög vel út, lætur vel í sér heyra (e. vocal) sem er mjög jákvætt."

Frederik heldur möguleikum sínum með framhaldið opnum en í samtali við Bold mátti lesa að hann væri spenntastur fyrir því að fara aftur til Danmerkur.

Taka ekkert inn nema einhver fari út
Arnar var svo spurður út í komandi félagaskiptaglugga. Ætla Valsmenn að gera eitthvað meira í honum?

„Það verður bara að koma í ljós. Það er ekkert planað, en við þurfum að skoða. Er einhver á leiðinni út? Maður veit aldrei. Það er ekkert ákveðið. Ef það er eitthvað spennandi í boði þá getur vel verið að við gerum eitthvað. Við erum vel mannaðir, en það er búið að vera bölvað bras meiðslalega séð. Við tökum ekki neinn inn nema einhver sé að yfirgefa okkur."

Áttu von á því að einhver úr Valsliðinu sé á leið út? „Það er allavega ekkert konkrít komið. Maður veit aldrei fyrir víst, en eins og staðan er í dag þá á ég ekki von á því," sagði Arnar.

Valur spilar gegn albanska liðinu Vllaznia í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á N1 vellinum.
„Verður jafnari heldur en leikurinn á Víkingsvelli í gær"
Athugasemdir
banner
banner