Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. ágúst 2014 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Rihanna hefur áhuga á að kaupa hlut í Liverpool
Rihanna og Miroslav Klose
Rihanna og Miroslav Klose
Mynd: Twitter
Söngkonan heimsfræga, Rihanna, hefur áhuga á að kaupa hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en El Mundo Deportivo greinir frá þessu í kvöld.

Rihanna, sem kemur frá Barbados, er ein þekktasta söngkona heims um þessar mundir en margir kannast kannski við smellina Umbrella, Rude Boy og We Found Love.

Hún hefur mikinn áhuga á knattspyrnu eins og sást á HM í Brasilíu í sumar en hún átti þó í miklum erfiðleikum með að finna sér uppáhaldslið.

Hún hélt þó með Þjóðverjum á endanum og skemmti sér með þeim eftir mótið en hún hefur nú áhuga á að kaupa félag í ensku úrvalsdeildinni.

Rihanna sagði frá því fyrir nokkru síðan að Liverpool væri hennar lið á Englandi en Daily Mail og El Mundo Deportivo halda því fram að hún vilji kaupa hlut í félaginu.

Liverpool er í eigu Fenway Sports Group en það er aldrei að vita nema félagið selji henni smá hlut í enska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner