Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var afslappaður eftir 3-0 sigur gegn Fylki á heimavelli í kvöld.
Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.
Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Fylkir
„Þetta var sanngjarn sigur og öruggur. Við vorum óþarflega lengi að skora mörkin. Við fengum fullt af færum og vorum ekki að nýta sénsana nægilega vel. Við vorum hinsvegar að skapa flott færi og spiluðum heilt yfir flottan leik," sagði Steini sem var ánægður með spilamennsku liðsins.
„Við létum boltann vinna vel. Góð hlaup og opnuðum þær margoft, eina sem ég var ósáttur við, var að við hefðum átt að klára færin betur."
„Við erum með markmiðin skýr að klára hvern leik eins vel og við getum. Við höfum náð að halda því og munum halda því áfram."
Breiðablik er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Þessi tvö lið eigast við í næstu umferð í Garðabænum.
„Það er stórleikur í þeim skilningi. Tvö efstu liðin að spila og skiptir miklu máli. Við förum í Garðabæinn full sjálfstrausts til að vinna," sagði Þorsteinn, sem var lítið að kippa sér upp við það að Fanndís hafi ekki verið á skotskónnum í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum til að skora.
„Þetta var kannski ekki hennar dagur fyrir framan markið. Hún skapaði fullt af færum og var að spila heilt yfir vel út á vellinum. Hún nýtir færin í næsta leik og klárar þau þar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari toppliðs Pepsi-deildar kvenna að lokum.
Athugasemdir