Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 11. ágúst 2015 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Fanndís nýtir færin í næsta leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var afslappaður eftir 3-0 sigur gegn Fylki á heimavelli í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

„Þetta var sanngjarn sigur og öruggur. Við vorum óþarflega lengi að skora mörkin. Við fengum fullt af færum og vorum ekki að nýta sénsana nægilega vel. Við vorum hinsvegar að skapa flott færi og spiluðum heilt yfir flottan leik," sagði Steini sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Við létum boltann vinna vel. Góð hlaup og opnuðum þær margoft, eina sem ég var ósáttur við, var að við hefðum átt að klára færin betur."

„Við erum með markmiðin skýr að klára hvern leik eins vel og við getum. Við höfum náð að halda því og munum halda því áfram."

Breiðablik er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Þessi tvö lið eigast við í næstu umferð í Garðabænum.

„Það er stórleikur í þeim skilningi. Tvö efstu liðin að spila og skiptir miklu máli. Við förum í Garðabæinn full sjálfstrausts til að vinna," sagði Þorsteinn, sem var lítið að kippa sér upp við það að Fanndís hafi ekki verið á skotskónnum í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum til að skora.

„Þetta var kannski ekki hennar dagur fyrir framan markið. Hún skapaði fullt af færum og var að spila heilt yfir vel út á vellinum. Hún nýtir færin í næsta leik og klárar þau þar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari toppliðs Pepsi-deildar kvenna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner