PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 11. ágúst 2015 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Fanndís nýtir færin í næsta leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var afslappaður eftir 3-0 sigur gegn Fylki á heimavelli í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

„Þetta var sanngjarn sigur og öruggur. Við vorum óþarflega lengi að skora mörkin. Við fengum fullt af færum og vorum ekki að nýta sénsana nægilega vel. Við vorum hinsvegar að skapa flott færi og spiluðum heilt yfir flottan leik," sagði Steini sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Við létum boltann vinna vel. Góð hlaup og opnuðum þær margoft, eina sem ég var ósáttur við, var að við hefðum átt að klára færin betur."

„Við erum með markmiðin skýr að klára hvern leik eins vel og við getum. Við höfum náð að halda því og munum halda því áfram."

Breiðablik er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Þessi tvö lið eigast við í næstu umferð í Garðabænum.

„Það er stórleikur í þeim skilningi. Tvö efstu liðin að spila og skiptir miklu máli. Við förum í Garðabæinn full sjálfstrausts til að vinna," sagði Þorsteinn, sem var lítið að kippa sér upp við það að Fanndís hafi ekki verið á skotskónnum í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum til að skora.

„Þetta var kannski ekki hennar dagur fyrir framan markið. Hún skapaði fullt af færum og var að spila heilt yfir vel út á vellinum. Hún nýtir færin í næsta leik og klárar þau þar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari toppliðs Pepsi-deildar kvenna að lokum.
Athugasemdir
banner