Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   þri 11. ágúst 2015 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Fanndís nýtir færin í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var afslappaður eftir 3-0 sigur gegn Fylki á heimavelli í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

„Þetta var sanngjarn sigur og öruggur. Við vorum óþarflega lengi að skora mörkin. Við fengum fullt af færum og vorum ekki að nýta sénsana nægilega vel. Við vorum hinsvegar að skapa flott færi og spiluðum heilt yfir flottan leik," sagði Steini sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Við létum boltann vinna vel. Góð hlaup og opnuðum þær margoft, eina sem ég var ósáttur við, var að við hefðum átt að klára færin betur."

„Við erum með markmiðin skýr að klára hvern leik eins vel og við getum. Við höfum náð að halda því og munum halda því áfram."

Breiðablik er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Þessi tvö lið eigast við í næstu umferð í Garðabænum.

„Það er stórleikur í þeim skilningi. Tvö efstu liðin að spila og skiptir miklu máli. Við förum í Garðabæinn full sjálfstrausts til að vinna," sagði Þorsteinn, sem var lítið að kippa sér upp við það að Fanndís hafi ekki verið á skotskónnum í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum til að skora.

„Þetta var kannski ekki hennar dagur fyrir framan markið. Hún skapaði fullt af færum og var að spila heilt yfir vel út á vellinum. Hún nýtir færin í næsta leik og klárar þau þar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari toppliðs Pepsi-deildar kvenna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner