Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   þri 11. ágúst 2015 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Fanndís nýtir færin í næsta leik
Kvenaboltinn
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks var afslappaður eftir 3-0 sigur gegn Fylki á heimavelli í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu og var heldur of lítill ef eitthvað er.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

„Þetta var sanngjarn sigur og öruggur. Við vorum óþarflega lengi að skora mörkin. Við fengum fullt af færum og vorum ekki að nýta sénsana nægilega vel. Við vorum hinsvegar að skapa flott færi og spiluðum heilt yfir flottan leik," sagði Steini sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Við létum boltann vinna vel. Góð hlaup og opnuðum þær margoft, eina sem ég var ósáttur við, var að við hefðum átt að klára færin betur."

„Við erum með markmiðin skýr að klára hvern leik eins vel og við getum. Við höfum náð að halda því og munum halda því áfram."

Breiðablik er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Þessi tvö lið eigast við í næstu umferð í Garðabænum.

„Það er stórleikur í þeim skilningi. Tvö efstu liðin að spila og skiptir miklu máli. Við förum í Garðabæinn full sjálfstrausts til að vinna," sagði Þorsteinn, sem var lítið að kippa sér upp við það að Fanndís hafi ekki verið á skotskónnum í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum til að skora.

„Þetta var kannski ekki hennar dagur fyrir framan markið. Hún skapaði fullt af færum og var að spila heilt yfir vel út á vellinum. Hún nýtir færin í næsta leik og klárar þau þar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari toppliðs Pepsi-deildar kvenna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner