„Ef við lítum á töfluna, þá erum við að skilja Keflavík eftir," sagði Gunnar Þorsteinsson, markaskorari Grindavíkur eftir 1-0 sigur liðsins á grönnum sínum í Keflavík í kvöld.
Leikurinn var mjög jafn og hefði sigurinn svo sannarlega getað dottið hvoru megin sem er. Gunnar nýtti færið sitt afar vel og réði það að lokum úrslitum.
Leikurinn var mjög jafn og hefði sigurinn svo sannarlega getað dottið hvoru megin sem er. Gunnar nýtti færið sitt afar vel og réði það að lokum úrslitum.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 Keflavík
Grindavík er komið sex stigum fyrir ofan Keflavík og virðist þetta vera orðið barátta á milli þeirra og KA-manna sem eru efstir.
„Þetta er svolítið við á móti KA-mönnum núna en það eru sjö leikir eftir. Þetta voru mjög mikilvæg úrslit þar sem þeir hefðu getað náð okkur, hefðu þeir klárað þetta."
Gunnar hefur skorað þrjú mörk í tveim leikjum eftir þjóðhátíð.
„Menn vilja meina að þetta sé þjóðhátíð eða elítan. Þjóðhátíð mætti vera miklu oftar á hverju ári," sagði hann léttur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir