Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var afskaplega sáttur við 1-0 sigur sinna manna á grönnum sínum í Keflavík í kvöld.
Leikurinn var mjög mikilvægur í toppslagnum í Inkasso deildinni.
Leikurinn var mjög mikilvægur í toppslagnum í Inkasso deildinni.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 Keflavík
„Þetta var ofboðslega sætt og skemmtilegt, þó þetta hafi ekki verið besti fótboltaleikurinn okkar í sumar."
Hann segir ansi lítið hafa verið á milli liðanna í kvöld og í rauninni lítið meira en bara markið.
„Það var voða lítið og það var alltaf að fara að vera eitthvað svona sem skildi liðin af. Í rauninni var það bara markið sem skildi á milli og ekkert annað."
Gunnar Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins en hann var tæpur fyrir leik.
„Við tókum test á hann í hádeginu en hann er járnmaður og var aldrei að fara að missa af þessum leik," sagði Óli um markaskorarann sinn.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir