fös 11. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carlos Vela semur við Los Angeles FC (Staðfest)
Vela mun yfirgefa Real Sociedad.
Vela mun yfirgefa Real Sociedad.
Mynd: Getty Images
Carlos Vela hefur ákveðið að yfirgefa spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad og semja við Los Angeles FC í Bandaríkjunum.

Hann mun spila með Sociedad fram í janúar og fara svo.

Los Angeles FC mun koma inn í MLS-deildina í Norður-Ameríku á næsta ári og Vela ætlar að taka slaginn með liðinu.

Vela var keyptur til Real Sociedad frá Arsenal árið 2012 og hefur spilað með spænska liðinu síðan þá. Á meðan hann hefur verið á mála Sociedad hefur hann verið orðaður við mörg stærri lið í Evrópu. Hann tók hins vegar aldrei stökkið upp.

Hinn 28 ára gamli Vela mun spila undir stjórn Bob Bradley, fyrrum stjóra Swansea, hjá Los Angeles FC.

Sjá einnig:
Bob Bradley tekur við nýjasta liði MLS-deildarinnar



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner