fös 11. ágúst 2017 10:27
Brynjar Ingi Erluson
Engin tilboð borist í Van Dijk
Virgil van Dijk í leik með Southampton
Virgil van Dijk í leik með Southampton
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton á Englandi, vonast til þess að Virgil van Dijk, leikmaður liðsins, endurskoði hlutina og verði áfram hjá félaginu en engin tilboð hafa borist í hann frá því hann lagði inn formlega beiðni um að fara á mánudag.

Liverpool, Chelsea og Manchester City hafa öll verið á höttunum eftir Van Dijk í þessum glugga en Southampton hefur sett 60 milljón punda vermiða á hann.

Hann hefur neitað að æfa og spila auk þess sem hann lagði inn formlega beiðni um að fara frá félaginu á mánudag en þrátt fyrir það hefur ekkert tilboð borist.

Pellegrino vonast til þess að Van Dijk endurskoði hlutina og verði áfram en það á eftir að skýrast á næstu dögum.

Hann verður ekki með liðinu í fyrsta leik Southampton um helgina er það mætir Swansea. Hann hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga vegna veikinda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner