Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. ágúst 2017 05:55
Hafliði Breiðfjörð
England um helgina - Úrvalsdeildin byrjar með heilli umferð
Thibaut Courtois og félagar hans í Chelsea hefja titilvörnina gegn Burnley.
Thibaut Courtois og félagar hans í Chelsea hefja titilvörnina gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Arsenal fær Leicester í heimsókn í kvöld.
Arsenal fær Leicester í heimsókn í kvöld.
Mynd: Twitter
Stóri dagurinn er runninn upp, enska úrvalsdeildin byrjar í dag og heil umferð fer fram um helgina. Fjörið byrjar klukkan 18:45 í kvöld þegar Arsenal fær Leicester City í heimsókn á Emirates.

Fótbolti.net spáir Arsenal fimmta sæti í deildinni en Leicester því ellefta.

Englandsmeistarar Chelsea eiga leik á morgun klukkan 14:00 gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley.

Þegar er ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Swansea gegn Southampton á morgun en fyrsti leikur dagsins þá verður viðureign Watford og Liverpool.

Stuðningsmenn Manchester United og Tottenham þurfa svo að bíða til sunnudags eftir leikjum sinna liða en yfirlit yfir leiki helgarinnar má sjá hér að neðan.

Föstudagur:
18:45 Arsenal - Leicester City (Beint á Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
11:30 Watford - Liverpool (Beint á Stöð 2 Sport)
14:00 Chelsea - Burnley (Beint á Stöð 2 Sport 2)
14:00 Crystal Palace - Huddersfield Town
14:00 Everton - Stoke City
14:00 Southampton - Swansea City
14:00 West Bromwich Albion - AFC Bournemouth
16:30 Brighton & Hove Albion - Manchester City (Beint á Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Newcastle United - Tottenham Hotspur (Beint á Stöð 2 Sport)
15:00 Manchester United - West Ham United (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner