Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. ágúst 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
FH leikur í svörtum búningum í úrslitaleiknum
FH-ingar spila í svörtum búningum gegn ÍBV.
FH-ingar spila í svörtum búningum gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram á morgun, laugardag klukkan 16:00 á Laugardalsvelli.

Þar mætast ÍBV og FH en þegar er ljóst að ÍBV flokkast sem heimalið í leiknum.

Þar sem bæði lið leika í hvítum búningum kemur það því í hlut FH-inga að spila í varabúningum sínum í leiknum á morgun.

FH hefur undanfarin ár spilað í bláum varabúningum en á þessu ári hafa þeir tvisvar spilað í svörtum búningum, gegn ÍA heima og KA úti.

Það verður svo svarti búningurinn sem þeir munu svo spila í gegn ÍBV á morgun en þeir sem eiga ekki heimangegnt geta séð leikinn beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner