Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 11. ágúst 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik
Þjálfararnir Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson.
Þjálfararnir Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stærsti leikur sumarsins og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik. Við höfum ekki komist í úrslitaleikinn síðan 2010 svo við erum fullir tilhlökkunar," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍBV á morgun.

Þrátt fyrir sigursæld FH-inga hefur liðið ekki verið tíður gestur í bikarúrslitum. Heimir segir að ástæðan sé meðal annars sú að áherslurnar hafi verið á öðru.

„Við höfum einfaldlega ekki náð okkur á strik í þessari keppni í gegnum tíðina. Við höfum verið að detta út á mismundandi tímum en nú erum við komnir alla leið og það er tilhlökkun."

FH-ingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn enda ÍBV verið í fallbaráttu í Pepsi-deildinni undanfarin ár.

„Þetta er bara einn leikur og ÍBV liðið er gott. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa klókan þjálfara sem hefur unnið þennan titil. Við vitum að þó við séum sigurstranglegri þá þurfum við virkilega að hafa fyrir hlutunum til að vinna þennan bikar."

Hvernig býst Heimir við því að ÍBV muni mæta í þennan leik?

„Þeir munu byrja þennan leik sterkt. Fyrstu 20-25 mínúturnar munu þeir koma út og setja okkur undir pressu, reyna að ná inn marki og leggjast svo til baka og beita skyndisóknum," segir Heimir.

Heimir var svo spurður að því að lokum hvort nýju útlendingarnir tveir yrðu með í leiknum á laugardag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner