Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 11. ágúst 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Rose til Manchester United?
Powerade
Danny Rose er orðaður við Manchester United.
Danny Rose er orðaður við Manchester United.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juventus vill kaupa Emre Can.
Juventus vill kaupa Emre Can.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld. Félagaskiptaglugginn er hins vegar ennþá galopinn og ýmislegt getur gerst á markaðinum ennþá. Kíkjum á slúður dagsins.



Arsenal hefur boðið Alexis Sanchez nýjan samning upp á 300 þúsund pund í laun á viku. Hann yrði þá launahæstur í ensku úrvaldseildinni. (Daily Mail)

Arsene Wenger segist ekki vera mjög bjartsýnn á að Sanchez geri nýjan samning. (SFR Sport)

Juventus ætlar að bjóða 23 milljónir punda í Emre Can, miðjumann Liverpool. (Daily Mirror)

West Ham hefur boðið 27,1 milljón punda í William Carvalho (25) miðjumann Sporting Lisabon. (Daily telegraph)

Daniel Levy, formaður Tottenham, er í vandræðum eftir að Danny Rose gagnrýndi kaup og launastefnu félagsins í viðtali. (Daily Mirror)

Leikmenn Tottenham fögnuðu Rose vel í búningsklefanum á æfingu eftir viðtalið en fleiri leikmenn liðsins gætu látið í sér heyra á næstunni. (Sun)

Nokkrar stjörnur hjá Tottenham eru að íhuga að fara út af launaþaki félagsins. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá nýjan vinstri bakvörð og Rose er meðal annars á óskalistanum. (Daily Record)

Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að Tottenham fái Ross Barkley (23) ekki ódýrt. (Daily Star)

Arsenal vonast til að ná samningum við Mesut Özil (28) á næstunni en samningur hans rennur út næsta sumar. Özil ku vera tilbúinn að skrifa undir nýjan samning ef hann fær 225 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

PSG gæti boðið Javier Pastore til Atletico Madrid sem hluta af kaupverði fyrir markvörðinn Jan Oblak. (AS)

Real Madrid hefur átt í leynilegum viðræðum við Juventus um framherjann Paulo Dybala (23). (Don Balon)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Antonio Conte eigi að kalla leikmenn til baka úr láni ef hann hefur áhyggjur af stærð hópsins. (Times)

Vonir Samir Nasri um að fara frá Manchester City gætu minnkað þar sem félagið vill fá tíu milljónir punda fyrir hann. (Daily Telegraph)

Newcastle og West Ham eru að berjast um spænska miðjumanninn Jota (26) hjá Brentford. (Daily Mirror)

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, óttast að missa af Lucas Perez framherja Arsneal. Lucas gæti verið á leið til Deportivo La Coruna. (Daily Express)

Stoke er að reyna að fá Bruno Martins Indi (25) frá Porto á sjö milljónir punda áður en enska úrvalsdeildin hefst. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner