Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, hefði viljað öll stigin þrjú úr leiknum gegn FH í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 og er ekki hægt að sjá að FH-ingar verði stöðvaðir í leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Breiðablik
„Ef maður reynir að horfa hlutlaust á leikinn fannst mér eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik. Það er blóðugt að fara inn í hálfleikinn með 1-1. Þegar FH skorar var í fyrsta sinn sem þeir ógnuðu okkur eitthvað. Við erum kannski verstir okkur sjálfum að nýta ekki færin. Í seinni hálfleik var FH ívið sterkari og líklegri til að skora," segir Arnar.
Hann segir að nú sé Evrópubarátta framundan hjá Blikum, möguleikinn á Íslandsmeistaratitlinum sé farinn.
„Það hefði verið öðruvísi hefði munurinn verið fjögur stig en þetta er dauðadæmt. Við einbeitum okkur að því að ná Evrópu. Það verður erfitt enda mörg lið að elta það."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir