Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland í dag - FH getur nánast tryggt titilinn
Kassim Doumbia og félagar í FH fá Breiðablik í heimsókn.
Kassim Doumbia og félagar í FH fá Breiðablik í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Damir er tilbúinn í stórleik.
Damir er tilbúinn í stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er lúxusdagur fyrir knattspyrnuáhugafólk í dag.

Heilir fjórir leikir í Pepsi-deildinni en FH fær Breiðablik í heimsókn í stórleik umferðarinnar. Vinni FH leikinn, geta þeir nánast farið að opna kampavínið og byrjað að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Breiðablik getur hins vegar haldið mótinu spennandi með sigri og minnkað muninn á toppnum niður í fjögur stig.

Það er annar gríðarlega mikilvægur leikur í Árbænum en þá mætast Fylkir og Víkingur Ó. Fylkismenn geta með sigri sett mikla pressu á ÍBV en þeir geta komist stigi á eftir Eyjamönnum. Víkingur Ó. getur svo endnalega farið að fagna öðru ári í Pepsi-deildinni, takist þeim að vinna.

Þróttur fær svo ÍA í Laugardalnum og Stjarnan og Valur mætast svo í Garðarbænum í áhugaverðum leik.

Einnig er leikið í Pepsi-deild kvenna en ÍBV og KR mætast í Eyjum á meðan Selfoss og Þór/KA eigast við en KR og Selfoss eru í miklum fallslag.

Það er mikil spenna í 2. deildinni en Afturelding og Grótta eru í mikilli baráttu um sæti í 1. deildinni að ári. Þau eru jöfn á stigum og mega þau alls ekki við að misstíga sig, ætli annað þeirra sér að fara með ÍR upp um deild.

Keflavík mætir svo Haukum í 1. deild kvenna en þar er barist um sæti í Pepsi-deild kvenna.

Leikir dagsins

Pepsi-deild karla 2016
17:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur - Stöð 2 Sport)
17:00 Fylkir-Víkingur Ó. (Floridana völlurinn)
19:15 Þróttur R.-ÍA (Þróttarvöllur)
20:00 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport)

Pepsi-deild kvenna 2016
15:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
16:00 Selfoss-Þór/KA (JÁVERK-völlurinn)

2. deild karla 2016
14:00 Höttur-Sindri (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KF-Ægir (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 ÍR-Magni (Hertz völlurinn)
14:00 Njarðvík-Grótta (Njarðtaksvöllurinn)
14:00 KV-Völsungur (KR-völlur)
15:00 Vestri-Afturelding (Torfnesvöllur)

1. deild kvenna 2016 Úrslit
14:00 Keflavík-Haukar (Nettóvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner