mán 11. september 2017 17:20
Magnús Már Einarsson
Mynd: Ederson sýnir sárin eftir Mane
Mynd: Twitter
Ederson, markvörður Manchester City, var borinn meiddur af velli í 5-0 sigrinum á Liverpool um helgina.

Ederson meiddist eftir að Saido Mane fór fótinn í andlitið á honum í baráttunni um boltann.

Mane fékk beint rautt spjald fyrir brotið en mikið hefur verið rætt og ritað um spjaldið á samfélagsmiðlunum undanfarna daga.

Óttast var að Ederson hefði brotnað eftir atvikið en svo reyndist ekki vera.

Markvörðurinn fékk hins vegar ljóta skurði eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Búið er að sauma fyrir skurðina og Ederson ætti að vera fljótur að koma aftur inn á fótboltavöllinn.

Hér til hliðar má sjá mynd af Ederson sem birtist á Twitter í dag.

Sjá einnig:
Twitter - Skiptar skoðanir um rauða spjald Mane
Klopp: Mané átti ekki skilið rautt spjald
Clattenburg segir að rauða spjaldið á Mane hafi verið rangur dómur
Stórsigur Man City á Liverpool gerður upp af Kristjáni Atla
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner