Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 11. október 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eggert við Sky Sports: Erfitt að setja þetta í orð
Icelandair
Eggert mætti á EM síðasta sumar. Verður hann í Rússlandi?
Eggert mætti á EM síðasta sumar. Verður hann í Rússlandi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og allir vita tryggði íslenska landsliðið sér sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi með 2-0 sigri á Kosóvó á Laugardalsvelli í fyrradag. Öll þjóðin er í sigurvímu eftir leikinn, en margir nýttu tækifærið og fögnuðu langt fram eftir nóttu.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um afrek Íslands, en við erum langfámennasta þjóðin í sögunni til að komast á HM, við erum eina þjóðin með færri en milljón íbúa sem kemst á mótið.

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, ræddi við einn stærsta og virtasta fjölmiðil heims Sky um þetta risa stóra afrek Íslands.

„Þetta er magnað, frábært afrek. Við erum heppin að hafa þessa góðu leikmenn sem vinna saman sem eitt lið. Þeir hafa náð ótrúlegum árangri á undanförum árum," segir Eggert.

Eggert segir að það sé erfitt að útskýra hversu þýðingarmikið þetta er fyrir íslensku þjóðina í heild sinni.

„Hálf þjóðin var í Frakklandi þegar Ísland spilaði á EM síðasta sumar. Það er erfitt að setja það í orð hvað þetta þýðir fyrir íslensku þjóðina. Okkar lið er upp á sitt besta gegn bestu liðunum."

„Þetta er að mörgu leyti stærra afrek en að komast á EM. Við vorum efstir í riðlinum okkar núna. Það komast líka 24 lið á Evrópumótið og það er miklu erfiðara að komast á HM."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner