Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 11. október 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims skýtur á Aron Jó
Mynd: Getty Images
Bet365, eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims, ákvað að skjóta aðeins á sóknarmanninn Aron Jóhannsson í dag.

Aron, sem er uppalinn hjá Fjölni, ákvað á sínum tíma að velja að spila fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og gat því valið á milli.

Hann valdi Bandaríkin þar sem hann taldi betri líkur á því að komast á Heimsmeistaramótið þar. Hann spilaði síðan með Bandaríkjunum á HM í Brasilíu fyrir þremur árum, árið 2014.

Hann verður hins vegar ekki á HM í Rússlandi á næsta ári á meðan íslenska landsliðið og íslenska þjóðin verður þar.

Bandaríkin töpuðu 2-1 gegn Trinidad og Tóbagó í nótt. Gríðarlega óvænt tíðindi sem urðu til þess að Bandaríkin enduðu í 5. sæti riðils síns og verða ekki með á HM á næsta ári.

Bandaríkin misstu síðast af HM árið 1986.

Bet 365 ákvað eins og áður segir að skjóta létt á Aron sem valdi Bandaríkin fram yfir Ísland.

Hér að neðan má sjá það.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner