Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. október 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil Lyng með tilboð frá KA - Skoðar líka aðra möguleika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með tímabilið hjá mér persónulega," segir hinn danski Emil Lyng, leikmaður KA, í viðtali við bold.dk í Danmörku. „Það er mjög gott fyrir mig sem sóknarmiðjumann að skora níu mörk," sagði hann enn fremur.

Lyng íhugar nú að skrifa undir nýjan samning við KA.

„Ég er með tilboð frá KA og ég útiloka það alls ekki að vera þar áfram. En það þurfa líka að vera önnur skilyrði ef ég á að vera áfram, þar sem ég var markahæsti maður liðsins."

„Dyrnar eru opnar hjá mér. Önnur íslensk lið geta haft samband við mig 15. október og ég ætla að bíða þangað til. KA veit af þessu og þeir eru meðvitaðir um að ég gæti skoðað aðra möguleika."

Lyng segir einnig í viðtalinu að Pepsi-deildin hafi komið sér á óvart hvað varðar gæði.

„Deildin kom mér skemmtilega á óvart, það eru margir gæðaleikmenn að spila í henni."

Sjá einnig:
Óvíst með Emil Lyng - „Vona að allir vilji komast í sterkari deild"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner