mið 11. október 2017 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís á skotskónum í Meistaradeildinni
Stjarnan, Sara Björk og Glódís í 16-liða úrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengård 4 - 0 Olimpia Cluj
1-0 Anja Mittag ('37)
2-0 Iva Landeka ('63)
3-0 Hanna Folkesson ('75)
4-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('90)
Rautt spjald: Andrea Voicu, O. Cluj ('88)

Svo gæti farið að Glódís Perla Viggósdóttir snúi á sinn gamla heimavöll í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Landsliðsmiðvörðurinn spilaði með sænska liðinu Rosengård gegn Olimpia Cluj frá Rúmeníu í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Rosnegård vann fyrri leikinn í Rúmeníu 1-0.

Staðan í hálfleik í dag var 1-0 fyrir Rosengård og liðið leiddi því einvígið 2-0. Í seinni hálfleiknum bætti Rosengård við þremur mörkum og vann einvígið samanlagt 5-0.

Glódís Perla skoraði síðasta mark Rosengård í leiknum, en þetta var hennar fyrsta mark fyrir félagið. Hin efnilega Andrea Thoris­son kom inná á 79. mín­útu leiks­ins í liði Rosengård.

Rosengård verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Í pottinum verða einnig Stjarnan og Sara Björk Gunnarsdóttir og hennar stöllur í Wolfsburg.

Glódís gæti snúið á sinn gamla heimavöll en hún spilaði í nokkur ár í Garðabænum áður en hún fór út í atvinnumennsku.

Sjá einnig:
Stjarnan áfram í 16-liða með stæl - Spila í nóvember
Sara Björk soraði eitt af 12 mörkum Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner