mið 11. október 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
Ísland líklega í þriðja styrkleikaflokki á HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski tölfræðingurinn MisterChip hefur birt lista yfir mögulega styrkleikaflokka á HM í Rússlandi á næsta ári.

Dregið verður í riðla 1. desember næstkomandi en þar er liðunum skipt í fjóra styrkleikaflokka út frá næsta heimslista FIFA.

Ísland var í 22. sæti á síðasta heimslista og fer líklega eitthvað upp á næsta lista sem er kynntur á mánudaginn.

Þrátt fyrir að fara upp á listanum þá nær Ísland ekki inn í 2. styrkleikalista á HM samkvæmt útreikningum Alexis.

Það gæti þó mögulega breyst í nóvember ef óvænt úrslit verða í umspili þar sem síðustu sætin á HM fara út.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner