Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. október 2017 15:36
Magnús Már Einarsson
Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum - Danmörk fer ofar
Ísland fer upp um eitt sæti á listanum.
Ísland fer upp um eitt sæti á listanum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Tölfræðingurinn Alexis hefur reiknað út hvernig næsti heimslisti FIFA mun líta út en listinn verður opinberaður á mánudaginn.

Ísland fer samkvæmt því upp um eitt sæti á listanum. Úr 22. sæti upp í 21. sætið. Þetta gerist eftir sigrana á Tyrklandi og Kosóvó.

Ísland er hinsvegar ekki lengur efst af Norðurlandaþjóðunum á lista. Danir fara úr 26. sæti upp í 19. sæti eftir sigur á Svartfjallalandi og jafntefli gegn Rúmeníu.

Heimslistinn reiknar nokkur ár aftur í tímann og því er líklegt að Danir séu að „stroka út" slæm úrslit fyrir nokkrum árum og fá góð úrslit inn í staðinn.

Hér að neðan má sjá heimslistann eins og Alexis hefur reiknað hann út. Farið er eftir þessum lista í röðun á styrkleikaflokkum fyrir dráttinn á HM þann 1. desember.

Ísland líklega í þriðja styrkleikaflokki á HM

Heimslistinn
1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Portúgal
4. Argentína
5. Belgía
6. Pólland
7. Frakkland
8. Spánn
9. Síle
10. Perú
11. Sviss
12. England
13. Kolumbía
14. Wales
15. Ítalía
16. Mexíkó
17. Úrúgvæ
18. Króatía
19. Danmörk
20. Holland
21. Ísland
22. Kosta Ríka
23. Norður-Írland
24. Slóvakía
25. Svíþjóð
26. Írland
27. Bandaríkin
28. Túnis
29. Skotland
30. Túnis

Athugasemdir
banner
banner