Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 11. október 2017 01:32
Elvar Geir Magnússon
Messi sá til þess að Argentína verður á HM - Síle situr eftir
Suarez skoraði tvö og fylgir Messi á HM
Messi var magnaður í nótt.
Messi var magnaður í nótt.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að við Íslendingar fáum félagsskap frá Argentínumönnum á HM í Rússlandi á næsta ári. Argentína vann Ekvador 3-1 á útivelli í Suður-Ameríkuhluta undankeppninnar.

Það var að duga eða drepast fyrir Argentínu í leiknum en liðið þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að vera öruggt með að falla ekki úr leik.

Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Argentínu en liðið lenti undir eftir aðeins 40 sekúndur.

Snillingurinn Lionel Messi sá um að snúa dæminu við og hélt sýningu einn síns liðs. Hann henti í þrennu með því að skora á 12., 20. og 62. mínútu leiksins. Magnaður leikmaður sem átti eina af betri frammistöðum á ferlinum, og þá er af nægu að taka!

Messi er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Suður-Ameríkuhluta undankeppni HM.

Luis Suarez, vinur Messi, getur líka fagnað en hann skoraði tvö í sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Úrúgvæ tryggði sér sæti á HM með sigrinum.

Kólumbía fór einnig á HM en Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspili um laust sæti. Paragvæ og Síle sitja eftir með sárt ennið og verða ekki með í Rússlandi á næsta ári.

Ekvador 1 - 3 Argentína
Mark Ekvador: Romario Ibarra.
Mörk Argentínu: Lionel Messi 3.

Úrúgvæ 4 - 2 Bólivía
Mörk Úrúgvæ: Luis Suarez 2, Martin Caceres, Edinson Cavani.

Perú 1 - 1 Kólumbía
0-1 James Rodriguez
1-1 Jose Paolo Guerrero

Brasilía 3 - 0 Síle
Mörk: Gabriel Jesus 2, Paulinho,

Paragvæ 0 - 1 Venezúela
Mark: Yangel Herrera.

Lokastaða efstu liða:
Brasilía 41 stig - Fer á HM
Úrúgvæ 31 stig - Fer á HM
Argentina 28 stig - Fer á HM
Kólumbía 27 stig - Fer á HM
Perú 26 stig - Fer í umspil

Úr leik: 6. Síle, 7. Paragvæ, 8. Ekvador, 9. Bólivía, 10. Venezúela.

Eitt af mörkum Messi í kvöld:

Athugasemdir
banner
banner
banner