Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. október 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oldham ræddi við Scholes - Vilja að hann taki við
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur rætt við Oldham Athletic um að taka við sem stjóri liðsins.

Þetta er haft eftir Daily Mail, en þar er sagt að rætt hafi verið við Scholes á ónefndum stað í dag.

Oldham vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því.

Scholes hefur verið að mennta sig í þjálfun, en í byrjun árs stýrði hann æfingum hjá unglingaliði Oldham. Hann er stuðningsmaður liðsins, en hann býr rétt hjá heimavelli félagsins.

Oldham er í augnablikinu í 19. sæti C-deildarinnar á Englandi.

Það er einnig búið að ræða við hollensku goðsögnina Clarence Seedorf í tengslum við starfið. Það var rætt við hann fyrr í þessum mánuði, en það mun skýrast á næstu dögum hver tekur við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner