Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   mið 11. október 2017 16:07
Magnús Már Einarsson
Óli Palli nýr þjálfari Fjölnis (Staðfest)
Ólafur Páll Snorrason í leik með Fjölni í fyrra.
Ólafur Páll Snorrason í leik með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn þjálfari Fjölnis en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið. Ólafur Páll tekur við af Ágústi Gylfasyni sem tók við Breiðabliki í síðustu viku.

„Stjórn knattspyrnudeildar væntir mikils af Óla Palla. Hann tekur við keflinu af Ágústi Gylfasyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin sex ár," segir í tilkynningu frá Fjölni.

„Samningurinn við Óla er til þriggja ára. Hans bíður krefjandi hlutverk við áframhaldandi uppbyggingu liðsins þar sem grunnurinn mun mótast af þeim frábæra efniviði sem er til staðar hjá Fjölni auk þess sem við munum nú hefjast handa við styrkja liðið fyrir komandi tímabil."

Hinn 35 ára gamli Ólafur Páll er uppalinn hjá Fjölni en árin 2015 og 2016 var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu. Síðastliðið haust fór Ólafur Páll til FH í stöðu aðstoðarþjálfara. Hann lék áður með FH frá 2005 til 2014 með stuttum hléum.

Ólafur Páll ákvað að hætta sem aðstoðarþjálfari FH eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn frá félaginu fyrir helgi.

„Fjölnismenn bjóða Óla Palla velkominn til starfa og óskum honum alls hins besta í nýju starfi," segir í fréttatilkynningunni.

„Gunnar Sigurðsson, sem hefur verið markmannsþjálfari undanfarin ár, mun gegna því starfi áfram. Guðmundur Steinarsson, sem var aðstoðarmaður Gústa lætur nú af störfum og þakkar knattspyrnudeild Fjölnis Gumma fyrir vel unnin störf og frábæra viðkynningu."
Athugasemdir
banner
banner
banner