mið 11. október 2017 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pyry Soiri: Finnland getur lært af Íslandi
Icelandair
Mynd: instagram
Pyry Soiri varð þjóðhetja á Ísland á föstudag þegar hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum á útivelli.

Jafntefli í leiknum varð til þess að Ísland fór upp fyrir Króatíu og vann I-riðilinn í undankeppni HM. Ef Pyry hefði ekki jafnað þá hefði Ísland endað neðar en Króatía á lakari markatölu.

Eftir leikinn var m.a. stofnaður aðdáendaklúbbur Pyry á Facebook en í honum núna eru tæplega 7.500 meðlimir, langflestir Íslendingar.

Eftir að hafa unnið sér inn þessa frægð á Íslandi ákvað Yle Sporten í Finnlandi að heyra í Pyry. Hann útilokar ekki að fara til Rússlands og sjá Ísland spila á HM, en hann spilar í Hvíta-Rússlandi.

„Ég fékk fullt af skilaboðum frá Íslandi eftir leikinn gegn Króatíu og ég vissi ekki alveg hvað var að gerast fyrst. Síðan áttaði ég mig á því hvað var að gerast," sagði Pyry.

„Það er gaman að sjá hvað Íslendingar eru jákvæðir og hversu mikið þeir elska fótbolta."

„Ég held að Finnland gæti lært af Íslandi."

Ef Pyry kæmi til Ísland þá þyrfti hann líklega ekki að borga fyrir neitt.
Hann gæti vel hugsað sér að ferðast til Íslands.

„Ég hef gaman af því að ferðast og hef aldrei komið til Ísland, svo
af hverju ekki? Ég gæti líka kíkt á einn leik hjá Íslandi í Rússlandi næsta sumar,"
sagði hann að lokum.

Sjá einnig:
Pyry Soiri: Thank you Mr. President! (Viðtal úr útvarpsþætti Fótbolta.net)
Athugasemdir
banner
banner
banner