Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. október 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri trúir því ekki að Conte sé með heimþrá
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
„Ég sakna ítalíu, á því er enginn vafi. Það er ekki hugmyndin að vera lengi erlendis. Ítalía er mitt land og ég mun snúa aftur, ég veit ekki hvenær," sagði Antonio Conte í útvarpsviðtali á dögunum.

Conte tók við Chelsea fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili.

Það voru sögusagnir í sumar um að hann gæti tekið við Inter, en hann ákvað að vera áfram hjá Chelsea.

Sögusagnirnar hafa haldið áfram á þessu tímabili, að Conte muni snúa aftur til Ítalíu, en Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Leicester og núverandi stjóri Nantes, hefur blandað sér í umræðuna.

„Enska úrvalsdeildin er ein besta deild heims. Ég trúi því ekki að Conte sé með heimþrá," sagði Ranieri.

„Kannski bjóst hann við einhverju öðru í sumar, að Chelsea, myndi kaupa leikmenn fyrir hærri fjárhæðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner