Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. október 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sagði liðinu að hjálpa Messi að komast á HM
Messi verður á HM. Eins og Ísland!
Messi verður á HM. Eins og Ísland!
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi skoraði þrennu þegar Argentína vann Ekvador 3-1 í undankeppni HM í nótt.

Argentína þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sér sæti í lokakeppni HM og það tókst. Messi og félagar verða því með í Rússlandi næsta sumar.

Messi segir að það hefði verið „brjálæði" ef Argentína hefði ekki náð að komast á HM. Einstaklingsframtak hans sá til þess að Argentína komst á HM í tólfta sinn í röð.

Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að liðið megi ekki stóla of mikið á Messi en það eru ellefu mánuðir síðan einhver annar argentínskur leikmaður skoraði fyrir landsliðið í undankeppni HM!

„Við erum það heppnir að besti leikmaður heims í dag er Argentínumaður," segir Sampaoli.

„Við verðum að sjá til þess að allt standi ekki og falli með Leo en í dag var hann mættur og sýndi sína frábæru hæfileika. Ég sagði við liðið að við ættum að hjálpa honum að komast á HM."

Hér að neðan má sjá Messi og félaga fagna sætinu á HM.


Athugasemdir
banner
banner