mið 11. október 2017 16:39
Elvar Geir Magnússon
Var Falcao að hagræða úrslitum?
Falcao spilar í dag fyrir Mónakó.
Falcao spilar í dag fyrir Mónakó.
Mynd: TYC Sports
Kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao er sakaður um að hafa sagt andstæðingum sínum að spila upp á jafntefli í lokaumferð undankeppni HM.

Falcao mætti Perú síðustu nótt og enduðu leikar 1-1.

Eftir að Perú jafnaði setti liðið mikinn kraft í spilamennsku sína en Falcao átti í furðulegum samskiptum við andstæðinga sína á vellinum.

Falcao, fyrrum leikmaður Manchester United og Chelsea, hélt fyrir munn sinn og talaði við nokkra leikmenn Perú. Talið er að Falcao hafi verið að segja að jafntefli myndi nýtast báðum liðum.

Jafntefli varð niðurstaðan að lokum. Kólumbía tryggði sér sæti á HM og Perú fer í umspil gegn Nýja-Sjálandi um sæti á HM.



Athugasemdir
banner
banner
banner