Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. október 2017 15:25
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Özil við Arsenal farnar að ganga vel
Mynd: Getty Images
Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil, segir að viðræður við Arsenal um nýjan samning séu að þróast á jákvæðan hátt.

Samningur Arsenal við þýska landsliðsmanninn rennur út eftir tímabilið og eru Manchester United og Barcelona bæði sögð meðal áhugasamra félaga.

Samkvæmt frétt Goal.com er enn raunhæft að Özil verði áfram hjá Arsenal en annað gildi um Alexis Sanchez sem ku ákveðinn í að yfirgefa félagið næsta sumar.

„Mesut vill spila í ensku úrvalsdeildinni í tvö til þrjú ár í viðbót allavega. Það eru viðræður við Arsenal sem eru að þróast í rétta átt," segir Sogut.

Özil hefur verið að glíma við meiðsli í hné á undanförnum vikum og hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Arsenal á þessu tímabili.

Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Watford í síðdegisleiknum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner