þri 11. nóvember 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Anderson á leið aftur til Brasilíu?
Anderson er líklega á förum frá United.
Anderson er líklega á förum frá United.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt breska blaðinu The Mirror er tími Anderson hjá Manchester United á þrotum og gæti hann yfirgefið félagið í janúar á frjálsri sölu.

Louis van Gaal ku engan áhuga hafa á Brasilíumanninum, en á tímabilinu hefur hann einungis komið tvisvar inn á sem varamaður.

Samkvæmt Mirror vill uppeldisfélag hans Gremio fá Anderson aftur í sínar raðir og er United tilbúið að láta hann fara frítt svo að félagaskiptin gangi í gegn.

Anderson talaði vel um Gremio í útvarpsviðtali í heimalandinu á dögunum og sagðist vera opinn fyrir því að snúa aftur til heimalandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner